Ingi Torfi og Linda hanna rétti fyrir Ísey Skyr Bar

Linda Rakel og Ingi Torfi.
Linda Rakel og Ingi Torfi.

Macros mataræðið nýtur mikilla vinsælda enda sérlega heppilegt fyrir fólk sem vill hafa stjórn á því hvað það borðar.

Macros snýst í grunninn um að borða ákveðið magn af próteini, fitu og kolvetnum til þess að ná markmiðum sínum; hvort sem það er að léttast, bæta á sig vöðvamassa eða þyngjast. Þessi aðferð hefur reynst sérstaklega vel og því ekki skrítið að sífellt fleiri séu að tileinka sér Macros.

Fremst í þessum fræðum eru sjálfsagt þau Ingi Torfi og Linda Rakel hjá ITS Macros og nú hafa þau þróað þrjá nýja rétti fyrir Ísey Skyr Bar sem sagðar eru henta öllu fólki sem vill ná markmiðum sínum með einföldum og handhægum hætti, án þess að þurfa sjálft að vigta eða reikna út innihald máltíðarinnar sinnar.

Vörurnar sem um ræður eru Acai ofurberjaskál, próteinboozt og kjúklingavefja. Samkvæmt upplýsingum frá Ísey Skyr Bar var ráðist í þróun þessara vara eftir hávært ákall frá viðskiptavinum enda fer hópurinn sem kýs að vera upplýstur um macrosstöðu sína ört vaxandi á Íslandi.

Nánari upplýsingar um vörurnar þrjár og næringarinnihald þeirra má nálgast HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert