Þetta vissir þú ekki um KitKat

KitKat er vinsælt súkkulaði sem allir ættu að þekkja.
KitKat er vinsælt súkkulaði sem allir ættu að þekkja. mbl.is/Getty

Hefur þú einhvern tímann leitt hugann að því hvað er inn í sjálfum KitKat bitunum? Fyrir sykursæta forvitnisnagga, þá er það þetta hér sem þeir nota í fyllingu í súkkulaðið. 

Það var sjónvarpskokkurinn Greg Wallace sem fékk innsýn á bak við tjöldin í Nestle verksmiðju, og var þátturinn sýndur á BBC. Þar mátti sjá hvernig starfsmenn tóku skemmda bita til hliðar af færibandinu. Þegar Greg spurði hvað yrði um skemmdu bitana, þá voru svörin á þessa leið. Bitarnir eru maulaðir niður og notaðir sem fylling inn í bitana sjálfa. Svo KitKat er í raun búið til úr súkkulaðinu sjálfu! Hér er hringrásarkerfi í endurvinnslu eins og best er á kosið - það verður að segjast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert