Prótein drykkurinn sem rífur þig í gang

Prótein sjeik sem rífur þig í gang.
Prótein sjeik sem rífur þig í gang. mbl.is/Jana

Hann er bleikur, hann er góður og umfram allt er drykkurinn orkubomba sem rífur þig í gang. Hér er einföld útgáfa af prótein sjeik í boði Jönu, heilsukokks og bókahöfundar. 

Prótein drykkurinn sem rífur þig í gang

  • 2 bollar frosin jarðaber
  • 1 bolli frosin mangó
  • 1 msk. möndlusmjör
  • 1 banani
  • 2 msk. hempfræ
  • 1 msk. hörfræ
  • 1/2 haus romain salat
  • 2 msk. vanillu prótein

Aðferð:

  1. Allt sett í blandara og hellt í glös. Njótið!
mbl.is