Trylltustu ísskápar sem við höfum séð

Ísskápurinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint... þó hann sé …
Ísskápurinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint... þó hann sé mjög flottur.

Eldhústískan breytist eins og hver önnur trend í þessum heimi - en við rákumst á stórkostlega skemmtilega útfærslu frá sjötta áratug og finnum okkur knúin til að deila því með ykkur. 

Raftækjaframleiðandinn General Electric átti stóran þátt í að skapa góða stemningu í eldhúsum hér á árum áður. Þeir hönnuðu og framleiddu ísskáp sem var í augnhæð eða rétt eins og röð af tveim til fjórum efri skápum í eldhúsum. Sumir myndu eflaust vilja meina að það væri hin fullkomna vinnuhæð, og eins losar það um pláss á gólfi sem má nýta fyrir skápa eða annað. 

Við rákumst einnig á myndband sem sýnir framúrstefnulegan ísskáp frá síðustu öld, þar sem hægt er að draga hillur út og grænmetisskúffann er tekin í heilu lagi úr ísskápnum - hér er skipulagið upp á tíu og gott betur en það eins og sjá má í TikTok myndbandinu. 

mbl.is/clickamericana.com
mbl.is/clickamericana.com
mbl.is/clickamericana.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert