Nýtt After Eight komið í verslanir

Nú geta jóladólgar landsins tekið tryllinginn því það er komið nýtt After Eight í verslanir. Um er að ræða nýja bragðtegund sem er mynta og kirsuber og hafa þeir sem til þekkja gefið þessari bragðsamsetningu hæstu einkunn.

After eight kom á markað árið 1962 og var framleitt af Rowntree company limited en árið 1988 sameinaðist fyrirtækið Nestlé og hefur Nestlé framleitt After Eight síðan. Sá sem fann upp á

After Eight heitir Brian Sollitt en hann var ráðinn til fyrirtækisins árið 1960 til þess að stýra vöruþróun og úr því varð til After Eight. 

Tímasetningin var fullkomin því að á sjöunda áratugnum var millistéttin að sækja í meiri stíl og klassa. After eight var markaðssett þannig að varan var bragðgóð, lúxusvara en þó á hagkvæmu verði. Súkkulaðivörur gátu líka loksins lifað af sumarveður vegna ísskápa og loftræstikerfa í byggingum, en súkkulaðivörur höfðu áður fyrr alltaf verið svolítið óhagkvæmar fyrir sælgætisframleiðendur vegna bræðslumarks súkkulaðis.

Í tugi ára hefur After Eight verið stór partur af íslenskum jólum, hvort sem það er með kaffinu, eftir matinn, í uppskriftir eða sem sælgæti fyrir gesti og gangandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert