Ostabakkinn sem tryllir allt á Hrekkjavökunni

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er á ferðinni mögulega einn skemmtilegasti ostabakki sem við höfum augum litið. Hann er í senn ótrulega girnilegur og svo hátílegur því hann er sérhannaður fyrir hrekkjavökuna.

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snild.

Hrekkjavöku ostabakki

  • Innbökuð múmía (sjá uppskrift að neðan)
  • Mozzarella kúlur með augu (svört ólífusneið + sykurauga)
  • Chillisulta
  • Kex að eigin vali
  • Vínber
  • Eldstafir
  • Salami
  • Gulrætur í strimlum
  • Mandarína dulbúin sem grasker
  • Wasabi hnetur
  • Japanskt mix
  • Súkkulaðihjúpuð trönuber
  • Lítil skrautgrasker til skrauts (má sleppa)

Innbökuð múmía

  • Höfðingi ostur
  • Smá pizzadeig (keypt tilbúið)
  • Svartar ólífusneiðar
  • Sykuraugu

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið pizzadeig í strimla. Ég keypti upprúllað tilbúið deig og notaði hluta af því.
  3. Raðið yfir ostinn til að búa til múmíu og rennið deiginu aðeins undir ostinn, færið yfir í eldfast mót.
  4. Bakið í 12 mínútur og setjið síðan augun á með því að setja svarta ólífusneið og síðan sykurauga ofan á hana.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert