Nýr veitingastaður á The Audo

The Audo er lífsstílshús fyrir sanna fagurkera og matgæðinga.
The Audo er lífsstílshús fyrir sanna fagurkera og matgæðinga. mbl.is/

Nýr og glæsilegur veitingastaður hefur opnað í einu flottasta lífsstílshúsi/hóteli í Kaupmannahöfn - The Audo.

The Audo er án efa eitt flottasta rými sem hefur verið kennt við danska framleiðandann MENU. Undir því þaki má finna lífsstílsverslun, kaffihús, hótel og nú glæsilegan veitingastað undir handleiðslu Michelin-kokksins Gabriele Rizzo. Staðurinn kallast Haidan og býður upp á kínverskar og skandinavískar matarhefðir með sjávarfangi. Hér geta gestir búist við frumlegum matseðli, þar sem áherslan er á ferskt árstíðabundið hráefni, en kokkurinn stefnir ótrauður á að næla sér í Michelin-stjörnu á staðinn. Ferðaþyrstir matgæðingar mega ekki láta þennan stað fram hjá sér fara, því hér fer góður matur saman við falleg húsgögn og búnað frá MENU - og þar er enginn svikinn. Skoða má The Audo nánar HÉR og veitingastaðinn HÉR.

Gabriele Rizzo er kokkur staðarins.
Gabriele Rizzo er kokkur staðarins. mbl.is/Haiden
mbl.is/Haiden
mbl.is/Haiden
mbl.is/Menu
mbl.is