Eftirlætishamborgarastaður Harry prins

Meghan Markle og Harry prins á góðri stundu.
Meghan Markle og Harry prins á góðri stundu. mbl.is/Getty

Það er ýmislegt sem vekur áhuga okkar þegar kemur að konungsfjölskyldunni. Nýverið upplýsti Meghan Markle um það hver eftirlætishamborgarastaður Harry prins er. 

Í nýlegu viðtali við Variety, sagði hertogaynjan af Sussex frá því að uppáhaldshamborgarastaður prinsins sé In-N-Out. Í ofanálag þá veit starfsfólkið upp á hár hvað Harry pantar sér - því hann pantar yfirleitt það sama. Hún sagði jafnframt að hann elski súkkulaðibitakökurnar sem þar eru á boðstólum, og nefndi að þær væru á stærð við barnshöfuð - svo stórar eru þær. Meghan sagðist þó standa sig vel í eldhúsinu og sagðist búa til afburðagóða bolognese-sósu, og þar værum við til í að fá uppskrift. 

mbl.is