Ný vara frá SS á markað

Ljósmynd/Linda Ben

Við elskum þegar það koma nýjar matvörur á mark en þessi hér ætti að skora hátt hjá ansi mörgum. Við erum að tala um svokallaðar nautaþynnur frá SS sem hafa þann einstaka eiginleika að bragðast vel og vera einstaklega fljótlegar í eldun.

Þær passa einstaklega vel í núðlurétti, vefjur, pítur eða steikarsamloku. Það tekur nákvæmlega enga stund að elda þær enda þarf bara að skella þeim á pönnu og elda við háan hita í örfáar mínútur og krydda eftir smekk.

Nautaþynnurnar eru eingöngu úr íslensku nautgripakjöti og það eru 400 g í pakka sem ætti að henta fyrir 3-4 í núðlurétti.

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert