Jólamjólkin komin í verslanir

Í huga margra hringir jólamjólkin inn jólaundirbúninginn en fernurnar hafa verið vinsælar í jólaföndur þar sem jólasveinarnir eru klipptir út og notaðir í ýmiskonar föndur.

Jafnframt verður haldið úti vefnum jolamjolk.is en þar má meðal annars finna litabók sem hægt er að prenta út auk þess sem þar opnast jóladagatal hinn 1. desember sem allir geta tekið þátt í. Þátttakendur geta opnað nýjan glugga með laufléttum spurningum á hverjum degi til jóla og verða heppnir vinningshafar dregnir út í upphafi nýs árs og verðlaunaðir með spennandi vinningum.

Jólamjólkurumbúðirnar verða í verslunum landsins fram undir áramót og vonum við að landsmenn taki fagnandi á móti jólasveinunum líkt og undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert