Kakan sem fær drauma þína til að rætast

Eplakaka sem fær drauma þína til að rætast.
Eplakaka sem fær drauma þína til að rætast. mbl.is/Diliara Garifullina

Við getum næstum fullyrt að þessi eplakaka sé ein sú besta sem þú hefur smakkað. Uppskriftin er einföld og er draumi líkast svo ekki sé minna sagt. 

Eplakaka drauma þinna

  • 2 egg
  • 200 g sykur
  • 100 g smjör
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 msk. vanillusykur
  • 1 epli
  • 20 cm bökunarform

Ofan á:

  • 2 epli
  • 1 msk. kanill
  • 2 msk. sykur

Bera fram með:

  • Vanilluís, sýrðum rjóma eða grískri jógúrt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180 gráður. Þeytið egg og sykur þar til blandan verður létt í sér. 
  2. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og látið kólna aðeins áður en eggjablandan er hrærð út í. Blandið saman hveiti, lyftidufti og vanillusykri og sigtið út í deigið. Hrærið vel með skeið þar til deigið er jafn og slétt. 
  3. Afhýðið 1 epli og skerið í litla teninga og blandað þeim saman við deigið með skeið. Smyrjið fomrið og hellið deiginu í það. 

Ofan á:

Skerið eplin í þunnar sneiðar og dreifið þeim þétt ofan á deigið. 

Blandið kanil og sykri saman og stráið jafnt yfir kökuna. Bakið í ofni í 35 mínútur. 

Berið fram meðan kakan er ennþá volg - þá með vanilluís eða öðru sem hugurinn girnist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert