Slippurinn með pop-up á Akureyri

Gísli Matthías.
Gísli Matthías. Kristinn Magnússon

Þau stórtíðindi berast að matreiðlumeistarinn Gísli Matthías frá Slippnum í Vestmannaeyjum verður með pop-up á Bryggjunni á Akureyri þar sem boðið verður upp á það besta frá Slippnum.

Í boði verða tveir matseðlar sem hægt er að fá með vínpörun. Um er að ræða fimm og tíu rétta seðla sem innihalda nokkra af vinsælustu réttum Slippsins. Að sögn Gísla Matthíasar kviknaði hugmyndin að viðburðinum fyrir þó nokkru síðan.

„Ég kynntist Sigurgeiri yfirkokki þegar við vorum að elda saman í prívat veislu fyrir nokkru síðan. Hann sagði mér sögu sína, hans aðdáun af því sem við höfum gert á Slippnum síðustu ár og hvernig hann væri að breyta Bryggjunni á Akureyri hægt og rólega í meiri gæðastað en hann hafi verið áður. Þá kviknaði sú hugmynd að við myndum elda saman mat frá Slippnum úr íslensku hráefni og bjóða upp á Akureyri. Í leiðinni verð ég með kynningu á bókinni minni  SLIPPURINN: recipes and stories from Iceland,” segir Gísli Matthías um viðburðinn. Hann segist koma með eitthvað af hráefnum með sér frá Eyjum en restin komi úr nánasta umhverfi fyrir norðan.

Viðburðurinn verður haldin dagana 10. og 11. nóvember.

mbl.is