Eggjapanna sem á engan sinn líka

Eggjapanna sem þú munt elska.
Eggjapanna sem þú munt elska. mbl.is/Getty

Bökuð egg hafa aldrei verið í jafn miklum glansbúningi og nú  en hér er uppskrift sem kemur verulega á óvart. Rétturinn kallast „shakshuka“, sem sumir halda fram að eigi rætur að rekja til Palestínu en aðrir telja hann norðurafrískan. Hvort sem er, þá er uppskriftin geggjuð og verður að smakkast. 

Eggjapanna sem á engan sinn líka

  • 1/2 msk. ólífuolía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 500 g paprika (alllir litir)
  • 4 hvítlauksrif
  • 3 msk. kummín
  • 1 msk. paprikukrydd
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 2 dósir af tómötum
  • 10 g smátt söxuð steinselja 
  • 6 egg
  • 120 g fetaostur
  • brauð til að bera fram með. 

Aðferð:

  1. Hitið olíu á stórri pönnu á meðalhita. 
  2. Steikið lauk og papriku í 8-10 mínútur og bætið þá hvítlauk saman við, ásamt kryddi og tómatpúrru. Látið malla í 1 mínútu. 
  3. Hellið tómötunum saman við ásamt steinselju og látið malla í 15 mínútur. Bætið þá eggjunum saman við og látið eldast í 10 mínútur með lokið á. 
  4. Dreifið ostinum yfir og berið fram með brauði. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert