Kynna nýjar jólasamlokur á Lemon

Ljósmynd/Aðsend

Það styttist í jólin og nánast er hægt að finna ilminn í loftinu. Veitingastaðir keppast við að bjóða upp á girnilegar jólakræsingar og veitingastaðurinn Lemon er þar engin undantekning en þar á bæ er nú boðið upp á nýjan jólamatseðil.

Að sögn Unnar Guðríður Indriðadóttur markaðsstjóra Lemon er jólamatseðillinn nú kominn í sölu og verður hægt að fá þessar jólasamlokur og jóladjúsa út desember á Lemon.

„Jólasamlokurnar á Lemon eru með eindæmum ljúffengar og jóladjúsarnir búa yfir einstöku jólabragði,“ segir Unnur Guðríður. „Jólaskinkan er brakandi fersk og góð, hún er með hamborgarahrygg, pestó, eplasalsa, chili, mangó og spínati. Sweet chili Turkey samlokan er létt og í senn sterk með kalkúnabringu, pestó, chilisultu, chili og spínat. Óhætt er að segja að þær standast allar væntingar þessar samlokur. Með svo góðu bragði af Lemon jólum,“ bætir Guðný við.

„Jóladjúsar Lemon eru þrír; Jólakötturinn með eplum, engifer og chai, Ef ég nenni með mandarínum, ástaraldin og ananas og Christmas flirt sem inniheldur vanilluskyr, epli og chai,“ segir Unnur Guðríður að lokum og fullyrðir að drykkirnir séu hver öðrum betri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert