Veist þú hvernig eggið á að snúa og af hverju?

mbl.is/moyerschicks.com

Hefur þú einhvern tímann íhugað hvernig egg á að snúa? Ef þú ert einn þeirra sem telja víst að breiði endinn eigi að snúa niður þá hefurðu nefnilega rangt fyrir þér. 

Flestir eggjabakkar í ísskápum sem og umbúðir fyrir egg eru hönnuð á þann veg að mjórri endinn á egginu snúi niður. Og ástæðan er einföld.

Það er mun gáfulegra að láta breiðari endann snúa upp því staðreyndin er sú að innihald eggsins fyllir ekki alveg upp í skurnina. Ef þú brýtur harðsoðið egg varlega á breiðari endanum sérðu að það er holrúm fyrir innan. Þetta er fullkomlega eðlilegt og öll egg innihalda það. Hins vegar eru bakteríur í rýminu sem eggjahvítan vinnur auðveldlega á þar sem hún er útbúin þar til gerðum ensímum. Rauðan er hins vegar viðkvæmari fyrir þessum bakteríum og því er best að halda henni eins fjarri loftrýminu og kostur er. Því er ráðlagt að láta granna endann snúa niður. Með því að snúa egginu rétt geymist það lengur og minni líkur eru á að eggjarauðan skemmist. 

Þar hafið þið það!

Heimild: Moment of Science 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert