Rétturinn sem hristir upp í bragðlaukunum

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

„Í gær, um miðjan nóvember, var 10 stiga hiti og milt veður. Ég hoppaði því aðeins úr jólagírnum og yfir í smá vorfíling og útbjó þennan rétt. Almáttugur minn hvað þetta var ferskt og gott og frábær tilbreyting frá haustmatnum sem ég er búinn að vera með undanfarið!“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa uppskrift sem er dásamlega litskrúðug og bragðgóð. Ekki er úr vegi að byrja vikuna á þessu góðgæti enda fátt fljótlegra á kvöldverðarborðið en brakandi gott Tostadas.

Tígrisrækju Tostadas

Fyrir um 4 manns

  • Um 700 g stór tígrisrækja frá Sælkerafiski (2 pakkar)
  • 250 ml Caj P grillolía með hvítlauk
  • Rauðkál ferskt
  • 10 stk. Tostadas skífur harðar eða litlar mjúkar tortilla kökur
  • Guacamole (sjá uppskrift hér að neðan)
  • Sýrður rjómi
  • Kóríander

Aðferð:

  1. Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.
  2. Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
  3. Áður en rækjurnar eru grillaðar má skera rauðkál smátt niður, útbúa Guacamole og taka til önnur hráefni.
  4. Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við og síðan má pensla þær 1 x á hvorri hlið með auka grillolíu á meðan þær eldast.
  5. Raðið síðan öllu saman á hverja Tostadas skífu, fyrst rauðkáli, svo guacamole, síðan rækjum, næst sýrðum rjóma og loks ferskum kóríander.
  6. Gott er að bera afganginn af guacamole fram með nachos flögum.

Guacamole uppskrift

  • 3 stór þroskuð avókadó
  • 1 box kirsuberjatómatar (250 g)
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 2 msk. kóríander (saxað)
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • ½ lime (safinn)
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Stappið avókadó, skerið tómata smátt og saxið rauðlaukinn.
  2. Blandið næst öllu saman í skál með sleikju og kryddið eftir smekk.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert