Skálin sem kemur þarmaflórunni í gang

Getty images

Það jafnast fátt á við góða skál og ekki verra þegar hún er bleik og kemur líkamskerfinu í gang. Hér er yndisaukandi uppskrift í boði Jönu sem mælir heilshugar með að byrja daginn á þessum nótum. Mjólkursýrugerlarnir í ab-mjólkinni eru góðir fyrir þarmaflóruna og rauðrófusafinn eykur úthald og er talinn geta lækkað blóðþrýsting. Og ekki má gleyma chia fræjunum sem eru full af trefjum og Omega-3 sýrum. 

Skálin sem kemur þarmaflórunni í gang

  • 1 bolli ab-mjólk
  • 1 msk. rauðrófusafi
  • 10 dropar vanillu stevía
  • 1 tsk. vanilla
  • 3 msk. chia fræ

Aðferð:

  1. Hrærið saman og látið standa í nokkra tíma, helst yfir nótt inni í ísskáp. Mælt er með að gera stærri skammta fyrir nokkra daga og geyma í kæli til að eiga. 
Æðisleg skál sem keyrir daginn í gang.
Æðisleg skál sem keyrir daginn í gang. mbl.is/Jana
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert