251 þúsund lítrar seldir

Ljósmynd/Colourbox

Minni sala var á jólabjór í Vínbúðum ÁTVR fyrstu tvær vikurnar á nýhöfnu sölutímabili en á sama tíma í fyrra. Sala hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 3. nóvember síðastliðinn. Fyrstu tvær vikurnar í fyrra, frá fimmtudegi til og með miðvikudegi, var salan um 251 þúsund lítrar. Í ár nam salan frá fimmtudegi til og með miðvikudegi, 3.-16. nóvember, 232.800 lítrum. Samdráttur í sölu nemur alls 7,3%.

Alls eru 99 tegundir jólabjórs til sölu í Vínbúðunum að þessu sinni. Þar af eru 73 íslenskar tegundir en 26 erlendar. Þær íslensku voru 76 í fyrra en þær erlendu 32. Framboð á jólabjórum hefur aukist hratt síðustu ár. Árið 2015 voru 34 tegundir í boði og framboðið náði hámarki í fyrra með 108 tegundum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »