Bananabrauð með leynihráefni

Þetta brauð er algjört lostæti!
Þetta brauð er algjört lostæti! mbl.is/Jamie Oliver

Þetta brauð er algjört lostæti! Hér er bananabrauð með leynihráefni sem nefnist epladjús - og bragðbætir uppskriftina til muna. Það er enginn annar en Jamie Oliver sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem ætti að gera allt betra... og gott betur. 

Bananbrauð með leynihráefni

 • 125 g ósaltað smjör
 • 2 stór egg
 • 4 þroskaðir bananar
 • 2 msk. hunang
 • 2 msk. ósykraður eplasafi
 • 250 g hveiti
 • 2 1/2 tsk. lyftiduft
 • örlítið af kanil
 • 50 g pekanhnetur


Alltaf gaman að skoða matarsíðurnar í Mogganum, baka oft uppskriftirnar og stundum legg ég í að laga mataruppskriftir sem að þið birtið.

Í dag horfði ég á ofþroskuðu bananana og ákvað að baka uppskriftina sem birtist í blaðinu í dag. Rétt uppskrift á réttum degi.

Bara eitt sem ég tók eftir. Ekkert lyftiduft í uppskriftinni. Leitaði að upprunalegu uppskriftinni og þar notar JO self raising flour. Til að gera hreint hveiti að 'vel lyftu hveiti' þá bætir maður 2 tsk af lyftidufti fyrir hver 150 gr af hveiti, blanda vel saman og þá er þetta komið.

Ég setti 2 1/2 sléttfullar tsk í 250 gr af hveiti og svona lítur bananabrauðið út.

Aðferð: 

 1. Hitið ofninn á 180 gráður.
 2. Smyrjið form með smjöri. Gott er að setja smjör í eldhúspappír og smyrja þannig. 
 3. Þeytið mjúkt smjörið þar til rjómakennt.
 4. Brjótið eggin út í og þeytið saman með smjörinu. 
 5. Afhýðið þrjá banana, stappið og bætið saman við blönduna.
 6. Hrærið því næst hunanginu og eplasafanum út í og passið að hræra ekki of mikið. Blandið því næst hveiti og lyftidufti saman og blandið rólega saman við. Saxið pekanhneturnar og bætið vel ef þið viljið. 
 7. Hellið í formið og skerið banana í sneiðar og leggið yfir deigið. Bakið í 40-50 mínútur, eða þar til gullið og eldað í gegn. 
 8. Leyfið brauðinu að kólna aðeins og leggið því næst á grind til að kólna alveg. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is