Nýr veitingastaður Sigga Hall hittir í mark

Siggi Hall
Siggi Hall Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er ítalskur vín- og matarbar,“ segir meistarakokkurinn Siggi Hall sem kokkar ofan í gesti og gangandi á Enoteca sem staðsettur er í Pósthús Mathöll sem opnaði nýverið í miðbænum.

„Hér er sérlagað pasta frá Ítalíu, sérvaldar áleggsskinkur frá Ítalíu og Spáni og svo er hér mjög mikið úrval af ítölsku víni. Hér myndast skemmtileg vínstemning á kvöldin og fólk fær sér vín og platta með alls kyns ostum, hráskinku og pylsum. Svo erum við með pastarétti sem eru mjög vinsælir, sérstaklega er ravíólí með sveppum búið að slá í gegn. Það eru nokkrir búnir að koma daglega og panta þann rétt,“ segir Siggi.

„Það eru allir hrifnir af ítalskri matargerð!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »