Hafraskyrið komið í verslanir

Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík hefur hafið framleiðslu á skyri sem eingöngu er búin til úr höfrum en það verður kynnt undir vörumerkinu Vera Örnudóttir. Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu, segir að um sé að ræða áhugaverða viðbót sem stækki neytendahóp fyrirtækisins.

Hafraskyrið inniheldur hátt hlutfall próteina úr höfrunum sjálfum og er án bindiefna og annarra þykkingarefna sem oft eru notuð í sýrðar afurðir úr plöntumjólk.

Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík hefur hafið framleiðslu á jógúrt sem eingöngu er búin til úr höfrum en hún verður kynnt undir vörumerkinu Vera Örnudóttir.

Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu, segir að um sé að ræða áhugaverða viðbót sem stækki neytendahóp fyrirtækisins. „Við höfum lengi haft áhuga á því að prufa okkur áfram í vöruþróun á afurðum úr plöntumjólk. Á síðasta ári gafst okkur svo tækifæri til þess að einhenda okkur í það verkefni í kjölfar styrks sem við fengum úr Matvælasjóði til að þróa íslenskt hafraskyr. Afurðin sem er að koma í verslanir núna er unninn úr sænskum höfrum til að byrja með en í samstarfi við hafraræktendurnar á Sandhóli í Meðallandi erum við á fullu að vinna að því að geta nýtt hafrana þeirra til framleiðslunnar. Eftirspurnin eftir plöntuafurðum hefur verið að aukast jafnt og þétt og við vorum viss um að við gætum þróað sýrðar afurðir úr haframjólk sem stæðust „hefðbundnum“ mjólkurvörum snúning þegar kemur að gæðum, áferð og bragði. Hafraskyrið okkar inniheldur hátt hlutfall próteina úr höfrunum sjálfum og er án bindiefna og annarra þykkingarefna sem oft eru notuð í sýrðar afurðir úr plöntumjólk.”

Arna segir að nýja vörulínan sé til marks um þá þörf fyrirtækisins að takast á við áskoranir og prófa nýja hluti. „Við erum mjög ánægð með útkomuna og erum virkilega þakklát Matvælasjóði fyrir stuðninginn við okkur,” segir Arna en hafraskyrið ætti að vera komið í flestar verslanir um land allt.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert