Unnu til silfurverðlauna í gær

Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius

Heimsmeistaramótið í matreiðslu stendur nú yfir í Lúxemborg og Íslenska kokkalandsliðið keppti í seinni keppnisgreininni sinni af tveimur í gær. Greinin heitir „Chef’s Table“  þar sem elduð er þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyr­ir 12 manns. Dómefnd mótsins birti niðurstöðurnar fyrir daginn í gær núna rétt í þessu og hlaut liðið silfurverðlaun fyrir frammistöðuna.

Liðið vann til gullverðlaunanna fyrri keppnisdaginn sinn á laugardag en lokaniðurstaða samanlagðrar stigakeppni mun liggja fyrir á morgun.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem rekur íslenska Kokkalandsliðið. Keppn­ismat­reiðsla er í raun­inni frá­drátt­ar­keppni og er fyrirkomulagið þannig að það byrja all­ir með 100 stig sem lækk­ar síðan með til­liti til snyrti­mennsku, fag­mennsku, út­lits rétta og bragðs. Gull­frammistaða er yfir 90 stig, silf­urframmistaða milli 80 og 90 stig og brons milli 70 og 80 stig. Á mót­inu í ár eru um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið kemur svo heim á föstudag.

Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius
Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius
Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius
mbl.is