Er skápafýla af fötunum þínum?

Fantaflott fataherbergi.
Fantaflott fataherbergi.

Eins ótrúlegt og það kann að virðast getur fremur auðveldlega myndast skápafýla eða geymslufýla sem virðist hafa sérstakt lag á að koma sér þægilega fyrir í fatnaði. En hvað er til ráða?

Þetta vandamál er sérstaklega algengt í geymslum og þegar föt hafa fengið að dúsa óhreyfð nokkuð lengi. Lyktin er hvimleið en oftast reynist nóg að viðra þau vel — þá í fersku lofti. Oftar en ekki þarf að þvo flíkurnar og þá er ekkert vitlaust að setja smá edik með til að ná lyktinni.

Hitt er svo annað mál að gott er að passa upp á að föt sem ekki eru notuð oft fari hrein inn í skáp eða geymslu. Svo má heldur ekki gleyma fatapokum. Þeir eru sjaldséðari nú en hér áður fyrr þegar þeir voru til í hverjum fataskáp. Þeir gera samt mikið gagn og við mælum með að fínni fatnaður sé geymdur í slíkum umbúðum.

mbl.is