Ómótstæðileg ísterta með piparkökubotni

Ljósmynd/Gott í matinn

Hér er á ferðinni æðisleg ísterta sem á hittir heldur betur í mark. Við erum að tala um piparköku jólaís með rjómaosti og öðru fíneríi. Algjörlega skotheld uppskrift sem vert er að bjóða upp á.

Piparköku jólaís með rjómaosti, pekanhnetum og karamellu

Botn:

  • 280 g piparkökur
  • 80 g smjör

Jólaís:

  • 5 eggjarauður
  • 70 g sykur
  • 170 g púðursykur
  • 350 g rjómaostur, þessi nýi og mjúki
  • 3 tsk. vanilludropar
  • 500 ml rjómi
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 100 g pekanhnetur
  • 100 g karamellusósa

Toppur

  • 500 ml rjómi
  • Piparkökur
  • Pekanhnetur
  • Karamellusósa

Aðferð

  1. Hakkið piparkökur gróflega í matvinnsluvél, bræðið smjör og hrærið saman við piparkökurnar þar til allt hefur blandast vel saman.
  2. Setjið smjörpappír í hringlaga smelluform, ca 20-24 cm að stærð og þrýstið piparkökunum í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn af glasi til þess að þrýsta þeim vel niður og upp á kantana. Setjið formið í frysti á meðan þið undirbúið ísinn.
  3. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  4. Setjið púðursykur saman við og hrærið með sleif þar til hann hefur blandast vel saman við.
  5. Hrærið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og sléttur, bætið við vanilludropum og blandið rjómaostinum saman við með sleif.
  6. Þeytið rjóma þar til hann er alveg að verða stífur og blandið honum saman við með sleif. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  7. Saxið niður súkkulaði og pekanhnetur og blandið saman við.
  8. Hellið ísblöndunni yfir piparkökubotninn.
  9. Hellið Karamellunni saman við ísinn. Takið hníf og snúið honum í hringi þar til karamellan hefur náð að blandast saman við ísinn. Passið ykkur þó á því að setja hnífinn ekki í botninn á ísnum.
  10. Frystið í að lágmarki 5 klst.

Toppur

  1. Þeytið rjóma, setjið hann í rjómasprautupoka með þeim stút sem þið kjósið, en hér er notaður hringlaga stútur. Einnig er hægt að klippa gat á endann á pokanum og sprauta þannig ofan á ísinn.
  2. Skreytið ísinn að vild með rjómanum.
  3. Saxið niður pekanhnetur og dreifið yfir rjómann.
  4. Skreytið t.d. piparkökur og setjið ofan á rjómann ásamt karamellusósu.
  5. Karamellusósan má vera íssósa keypt út úr búð, önnur karamellusósa eða heimagerð.
Ljósmynd/Gott í matinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert