Sósan sem toppar máltíðina!

Hér erum við með uppskrift frá Guðrúnu Ýr Eðvaldsdóttur á Döðlum & smjör sem ætti að toppa flestar máltíðir. Guðrún notaði sósuna með fylltum kalkúnabringum en þessi sósa ætti að passa með flestum mat enda einstaklega vel samsett og vönduð.

Koníaks-sveppasósa

  • 2-3 sveppir
  • 20 g smjör
  • 2 msk. koníak
  • ½ teningur nautakraftur
  • 200 ml rjómi
  • 200 ml vatn
  • 1 pk sveppasósa frá Toro
  • ½ tsk. timían
  • ½ tsk. pipar
  • salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið sveppina smátt, setjið í pott ásamt smjöri og steikið í 2-3 mín.
  2. Bætið þá koníaki saman við ásamt öllum hinum hráefnunum.
  3. Hrærið vel saman og leyfið suðunni að koma upp.
  4. Lækkið hitann í miðlungshita og leyfið að sjóða vægt í 3-4 mín.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert