Stórmerkileg staðreynd um pastaskeiðina

Við elskum pasta hér á matarvefnum.
Við elskum pasta hér á matarvefnum. mbl.is/Shutterbox

Við vitum margt hér á matarvefnum, en þetta kom okkur á óvart - við viðurkennum það fúslega. 

Það er tilgangur með og í öllu, og þá líka í pastaskeiðum sem virðast hafa óvænt notagildi sem við vissum ekki til þessa. En þið sem hafið notast við pastaskeiðar til að veiða upp spaghettí í potti, hafið eflaust tekið eftir gati sem er fyrir miðju skeiðarinnar. Gatið er ekki til þess eins að láta vatnið leka þar í gegn er við veiðum pastað upp úr. Því þú getur notað gatið sem mælieiningu fyrir pastað. Ef þú ert til dæmis að sjóða spaghettí, þá getur þú notað gatið til þess að skammta hversu mikið pasta þú þarft að sjóða fyrir fjölskylduna - því gatið á skeiðinni á að samsvara skammti fyrir einn. Og þá vitum við aðeins meira en í gær! 

Þetta er leynda ástæðan á bak við gatið í pastaskeiðinni.
Þetta er leynda ástæðan á bak við gatið í pastaskeiðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert