Uppáhalds jólakúlur matgæðinga komnar aftur

Ást þjóðarinnar á súkkulaðihúðuðu piparkökukúlunum sem komu á markað í hittifyrra og hafa í bæði skiptið selst upp. Að sögn framleiðenda kúlanna hafa viðbrögð neytenda komið skemmtilega á óvart og reynt verður að tryggja að allir fái kúlur í ár.

„Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum í fyrra og við jukum því framleiðsluna í ár svo að enginn grípi í tómt og þær fást líka núna á fleiri stöðum. Það er gaman að sjá hvað piparkökukúlarnar hafa hitt í mark og áhugavert hvað fólk hefur sterka skoðun á því hvaða piparkökukúla sé best. Er það sú með hvíta, ljósa eða dökka súkkulaðinu?" segir Tómas Gunnar Viðarsson, vörumerkjastjóri Nathan & Olsen.

mbl.is