Eiríkur opnar franskt bístró í miðbænum

Kokkurinn Eiríkur Róbertsson er mennt- aður í franskri matargerð og …
Kokkurinn Eiríkur Róbertsson er mennt- aður í franskri matargerð og hlakkar mikið til að leyfa fólki að smakka hjá sér á Finsen mat og vín mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Pósthús mathöll sem nýverið var opnuð hefur varkið stormandi lukku enda veitingastaðirnir þar bæði spennandi og fjölbreyttir.

Einn þeirra er Finsen bistro sem býður upp á ljúffenga franska matargerð. Kokkurinn Eiríkur Róbertsson er menntaður í franskri matargerð og hlakkar mikið til að leyfa fólki að smakka hjá sér á Finsen mat og víni.

hlekkur

kemur frá fyrsta póstmeistara Íslands. Við höldum okkur í klassískri franskri matreiðslu hérna,“ segir Eiríkur og segist bjóða upp á smárétti, steikarsamloku, „ribeye“-steik, humarsúpu og franska lauksúpu.

„Það hefur gengið rosalega vel og það er mjög skemmtileg stemning í húsinu. Þessi mathöll er allt öðruvísi en aðrar og við erum í hjarta miðbæjarins. Við höfum selt mikið af steikarsamlokum og svo kemur skemmtilega á óvart að lauksúpan er mjög vinsæl.“

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is