Nutella-jólatré sem er svívirðilega gott

Súkkulaðijólatré er ómissandi á aðventunni.
Súkkulaðijólatré er ómissandi á aðventunni. mbl.is/Nutella

Við erum dottin inn í hamingjuríkasta tímabil ársins  þegar við hámum í okkur (í hófi) góðgæti og girnilegan mat með okkar nánasta fólki. 

Við duttum niður á þessa einföldu og girnilegu uppskrift að súkkulaðijólatré sem smellpassar í jólabrönsinn og hráefnalistinn er talinn upp á annarri hendi. Þetta þarf alls ekki að vera flókið og er það sjaldnast þegar Nutella á í hlut. 

Þetta er allt sem til þarf:

  • 2 smjördeigsarkir
  • 1/2 krukka af Nutella
  • egg til að pensla
  • Leggið smjördeigið á bökunarpappír og penslið með Nutella. Leggið því næst hitt smjördeigið yfir. Skerið út jólatréð, skreytið og bakið í ofni í 25 mínútur. Stráið flórsykri yfir og berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert