Diskurinn sem er að gera allt vitlaust

mbl.is/Normann Copenhagen

Hér ber að líta ósköp venjulegan disk myndu margir segja - á meðan fagurkerar í eldhúsinu sjá möguleika í allt öðru. 

Mass Dish er nýjung frá Normann Copenhagen, sem sitja aldrei auðum höndum er kemur að því að freista okkar með fallegum vörum. Diskurinn er hringlaga úr gegnheilu gleri og má nota undir hvað sem þér dettur í hug - undir sápuna á baðherberginu, skartgripina þína eða eins og sælkerar sjá fyrir sér snakk og girnilega eftirrétti á disknum. „Glerklumpurinn“ er án efa augnadjásn sama hvernig hann er notaður. 

mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is