„Hér er boðið upp á allt sem fólk drekkur“

Hann kann á drykkina hann Heimir Morthens, eigandi staðarins Drykks. …
Hann kann á drykkina hann Heimir Morthens, eigandi staðarins Drykks. „Hér er boðið upp á allt sem fólk drekkur. Við erum með flotta kaffivél og keyrum á kaffi og te á daginn. Við færum okkur svo yfir í bjór og vín þegar líður á daginn. Ásdís Ásgeirsdóttir

Hann kann á drykkina hann Heimir Morthens, einn eiganda staðarins Drykks, sem opnaði nýverið í Póshús mathöll.

„Hér er boðið upp á allt sem fólk drekkur. Við erum með flotta kaffivél og keyrum á kaffi og te á daginn. Við færum okkur svo yfir í bjór og vín þegar líður á daginn og erum líka með hrikalega flottan kokteilseðil. Við leggjum áherslu á háklassakokteila,“ segir Heimir og segir mikla vinnu fara í undirbúning kokteilanna, enda allt unnið frá grunni.

Heimir segir staðinn fara vel af stað. „Þetta er hrikalega gaman,“ segir Heimir sem er menntaður frá Sviss í hótel- og veitingarekstri.

„Ég er mjög bjartsýnn. Ekki er ég svartsýnn!“ segir hann og hlær

Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert