Hákon Már með jóla pop-up á Hótel Holti

Hótel Holt opnar dyr sínar aftur fyrir matargesti í aðdraganda jóla þegar einn fremsti matreiðslumaður landsins, Hákon Már Örvarsson, verður með pop-up í eldhúsinu fjórar helgar í röð.

Fyrsta kvöldið var fimmtudaginn 24. nóvember en opið er fyrir gesti fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld og í hádeginu fimmtudaga og föstudaga fram til 17. desember.

Í boði verður fimm rétta matseðill ásamt vínpörun þar sem Hákon sýnir allar sínar bestu hliðar eins og honum einum er lagið. Um er að ræða viðburð sem aðdáendur Hákonar ættu ekki að láta framhjá sér fara en hægt er að bóka borð HÉR.

Meistari Albert Eiríks fór og smakkaði á seðlinum en umfjöllun hans um kvöldverðinn, sem hann gaf hæstu einkunn, má lesa HÉR.

5 rétta matseðill

Forréttir

Bleikjutartar, styrjukavíar, avocado, nordic wasabi, créme fraiche, sítrónukrem, karsi og stökkar brauðkruður

Andalifur „foie gras“ og andalæri confit,-mósaik terrine. Hátíðarkryddað granatepla og roðarunna eplachutney, ristað Brioche brauð

Steikt fersk hörpuskel í trufflusmjöri, blómkálsmauk og heslihnetur

Aðalréttur

Innbakað dádýrafille Wellington, rauðvínssósa með dökku súkkulaði, kartöflumauk, gljáð rósakál

Eða

Ofnsteiktur skötuselur á beini, salvía, kapers,- valhnetu beurre noisette. Nauta osso bucco ravioli í eigin sósu, rótargrænmeti

Eftirréttur

Riz a’la mande hrísgrjónabúðingur, hvít súkkulaði sabayon, möndlur, mandarínuískrap.

Matseðill kr 15.900

Vínpörun kr 12.900

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert