Þetta vissir þú ekki um kramarhús

Kramarhús eru krúttleg og falleg til skrauts.
Kramarhús eru krúttleg og falleg til skrauts. mbl.is/Pinterest

Það kannast flestir við kramarhús, sem eru sívalningar á hvolfi og má oft sjá hangandi á jólatrjám til skrauts. En hvaðan eru þau upprunalega? 

Líkt og jólatréð má rekja mikið af jólaskrauti til Þýskalands. Kramarhús, glerkúlur og skrautlengjur koma þaðan - en glerkúlurnar táknuðu epli sem voru hefð á jólatrjám í mörg ár. Kramarhúsin sem við sjáum á jólatrjám í dag eru betri útgáfan af þeim sem notuð voru hér forðum daga í matvöruverslunum - þegar kaupmenn seldu hveiti, sykur og hrísgrjón í lausu og notuðu kramarhús undir varninginn. Víða má sjá fólk skreyta með kramarhúsum, þá í ýmsum stærðum og gerðum - enda afskaplega skemmtilegt skraut út af fyrir sig. 

Kristalskóngurinn Frederik Bagger hefur komið með sína eigin útgáfu af …
Kristalskóngurinn Frederik Bagger hefur komið með sína eigin útgáfu af kramarhúsum úr gleri. mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert