Fanga jólaandann í nýrri auglýsingu

Jólaauglýsingarnar eru mikilvægur hluti af því að skapa jólastemninguna og við elskum fátt meira en þegar vel tekst til. Nýja auglýsingin frá Nóa Síríus er í þeim flokki og hefur vakið athygi fyrir ljúfa jólastemingu og mikilvægi þess að borða konfekt á jólunum.

„Hátíðarnar snúast auðvitað að mjög miklu leyti um hefðir og Nóa Konfekt er samofið hátíðunum í huga fólks. Við vildum bera virðingu fyrir þessum hefðum,“ segir Dagný Skarphéðinsdóttir hjá Vorar auglýsingastofu sem hafði veg og vanda af auglýsingunni ásamt framleiðslufyrirtækinu Republik en Reynir Lyngdal leikstýrði.

„Það er gaman að eiga þátt í því að búa til hátíðarskapið og taka þátt í því að gera auglýsingu fyrir vöru sem er svona nátengd jólahaldi landsmanna,“ segir Reynir og bætir við að það hafi verið svolítið sérstakt að skapa jólastemningu að vori til. „Þetta var fyrsti alvöru sólskinsdagur sumarsins og því þurfi að dekkja alla glugga og gera vetrarlegt inni.“

Að sögn Hannesar Friðbjarnarsonar framleiðanda hjá Republik myndaðist samt góður jólaandi á settinu þó sólin hafi reyndar náð að bræða eitthvað af konfekti sem gleymdist úti í glugga. „Svo borðaði maður auðvitað alltof mikið af konfekti á tökustað,“ bætir Hannes við brosandi.

En það er ekki bara myndefnið sem er hátíðlegt því tónlistin á stóran þátt í því að búa til hátíðlegt andrúmsloftið í auglýsingunni. Jólalagið sígilda Jólin alls staðar, með systkinunum Ellý og Vilhjálmi, setur punktinn yfir i-ið.

„Við hlustuðum á mikinn fjölda jólalaga og urðum á endanum öll sammála um að þetta væri lagið sam fangaði stemninguna best. Það er gaman að þetta sé svona gamalt og rótgróið jólalag sem hefur verið hluti af jólahefðum landsmanna lengi, rétt eins og Nóa Kontektið,“ segir Dagný.

Aðspurð segir Dagný það hafa gengið vonum framar að taka upp auglýsinguna en það sé ekki síst vegna frammistöðu barnanna sem léku í auglýsingunni. Þau hafi staðið sig einstaklega vel á löngum og ströngum tökudegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert