Norska ostaboxið sem öllu breytir

mbl.is/

Ostur er veislukostur – það eru orð að sönnu. En hvernig er best að geyma ostinn til að hann endist lengur? Þá er þetta ostabox hér mögulega að fara breyta leikum hvað það varðar. 

EasyCheese er nýtt hér á landi og er hannað og framleitt hjá frændum okkar í Noregi. Boxið er þétt en hleypir út raka sem heldur ostinum ferskum lengur. Við náðum tali af Brynjari Guðlaugssyni sem flytur inn EasyCheese boxin hér á landi sem segir að Íslendingar séu heilt yfir ekki að geyma ostinn sinn nægilega vel.

„Lang flestir geyma ostinn í plastpoka, sem kemur niður á gæðunum og fyrir utan að vera ekki smekklegt. Ég og konan mín vorum oft að pirra okkur á þessu sem leiddi til þess að við keyptum okkur EasyCheese box, og enduðum með að flytja inn vöruna til landsins. Boxið er með hreyfanlegum botni sem þú ýtir upp þegar osturinn minnkar, og með þessu móti kemstu alltaf hjá því að snerta ostinn meðan þú sneiðir hann,“ segir Brynjar í samtali og bætir við að allt að 1 kg ostar passi í boxið.

Hægt er að skoða boxin nánar HÉR

EasyCheese er stórsniðugt ostabox sem geymir ostinn lengur en ella.
EasyCheese er stórsniðugt ostabox sem geymir ostinn lengur en ella. mbl.is/
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert