Standa fyrir söfnun til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Nú líður senn að jólum sem jafnframt er mesti annatíminn hjá Mæðrastyrksnefnd. Hagkaup hefur með stolti styrkt Mæðrastyrksnefnd í áratugi og ætlar einnig að styrkja átakið með því að bjóða viðskiptavinum að leggja söfnuninni lið í verslunum Hagkaups. Verður viðskiptavinum boðið að bæta 500 krónum við innkaup sín sem renna til söfnunarinnar og mun Hagkaup bæta við þá upphæð.

„Mæðrastyrksnefnd hefur í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf sem við viljum standa vörð um og bjóðum við viðskiptavinum okkar að taka þátt í að styrkja það starf með okkur. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að við viljum að sjálfsögðu öll hjálpast að fyrir jólin og hjálpa þeim sem minna mega sín. Með því að bjóða upp á það í verslunum okkar getum við gert ótrúlega hluti, margt smátt gerir eitt stórt“ segir Eva Laufey Kjaran markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert