Slegist um síðustu lærin

Við áttum okkur á því að það eru einungis fjórir dagar til jóla og ef marka má heimildir okkar eru sum matvæli hreinlega að klárast.

Þar fremst í flokki eru lúxus-serrano-lærin sem eru orðin fastur liður í jólahaldi ansi margra.

Því fer hver að verða síðastur að ná sér í alvöru spænskt serrano-læri í Hagkaup sem hefur haldist á sama verði og undanfarin ár. Ekki má gleyma að bæði hnífurinn og standurinn fylgja með og því er lærið sjálft því nánast ókeypis með.

Af öðrum vörum sem eru að klárast þá sögðum við frá því í gær að bismarck-skortur væri yfirvofandi en við krossum fingur og vonumst að sjálfsögðu til að birgjar landsins klikki ekki á lokametrunum enda mikilvægt að allir fái uppáhaldsgóðgætið sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert