Hér eru bestu ráðin ef þú gleymir að þíða öndina

Andasteik má finna víða á jólaborðum þetta árið.
Andasteik má finna víða á jólaborðum þetta árið. mbl.is/Pinterest

Hér er enginn að dæma þó að eitthvað fari úrskeiðis með jólamáltíðina  en hér eru nokkur góð ráð ef þú gleymir að affrysta steikina sem á að vera á boðstólum á aðfangadagskvöld. 

Það þarf að meðhöndla fuglakjöt með varfærni, og ef þú situr með önd í höndunum fyrir stóra kvöldið er mælt með að leggja kjötið í ísskáp nokkrum dögum fyrir matreiðslu. Standir þú þó frammi fyrir því að vera með frosið kjötið á aðfangadagsmorgun, þá eru nokkrir möguleikar fyrir hendi. 

Leggðu öndina í kalt vatn
Þú getur tekið frostið úr öndinni með því að leggja hana í kalt vatn í nokkra tíma og þá skal hún liggja alveg undir kalda vatninu  þannig nær hún að losa jafnt um frostið. Veltið öndinni stöku sinnum í vatninu og skiptið jafnvel vatninu út fyrir nýtt. 

Tímaskortur
Sé tíminn ekki að vinna með þér með að bíða eftir að öndin mýkist upp í köldu vatni, þá skaltu elda hana eins og hún er. Það er alveg óhætt að elda önd frosna eða hálffrosna  hún þarf bara lengri tíma í ofninum. Þú mátt alveg gera ráð fyrir helmingi meiri eldunartíma en vani er sé hún frosin í gegn og um 25% lengri tíma sé öndin hálffrosin. Notaðu hitamæli í kjötið og taktu það fyrst út þegar hitinn hefur náð 75 gráðum (miðað við að nota mælinn í bringuna).

mbl.is