Eftirrétturinn sem allir elska

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með dýrindis eftirrétt úr smiðju Beglindar Hreiðars á Gotteri.is sem ætti að hitta í mark á hverju heimili. Brownie stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en sérrírjóminn tekur efirréttinn upp á næsta stig og stráir yfir hann hátíðlegum lekkerheitum. Ferskir ávextinir toppa síðan samsetninguna og úr verður sáraeinfaldur eftirréttur sem allri elska!

Brownie með sérrírjóma og berjum

Brownie-kaka

 • 1 pakki Royal-búðingur með súkkulaði (duftið)
 • 70 g hveiti
 • ½ tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 120 g brætt smjör
 • 130 g púðursykur
 • 2 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 80 g súkkulaðidropar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Klæðið um 20 cm smelluform að innan með bökunarpappír og úðið það með matarolíuúða.
 3. Hrærið búðingsdufti, hveiti, matarsóda og salti saman í hrærivélarskálinni.
 4. Þeytið næst brætt smjör, púðursykur, egg og vanilludropa saman í annarri skál og blandið rólega saman við þurrefnin. Skafið niður á milli og hrærið aðeins stutta stund.
 5. Að lokum má vefja súkkulaðidropunum saman við með sleikju og hella í formið.
 6. Bakið síðan í 22-25 mínútur og leyfið kökunni að kólna til fulls áður en þið setjið rjóma og ber ofan á hana.

Sérrírjómi og skraut

 • 250 ml rjómi
 • 1 msk. sérrí
 • 2 msk. flórsykur
 • Jarðarber
 • Hindber
 • Brómber

Aðferð:

 1. Setjið rjóma, sérrí og flórsykur í hrærivélarskálina og þeytið þar til rjóminn er stífur. Smyrjið sérrírjómanum yfir kökuna og raðið berjum þar ofan á.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »