BAKAÐ: Sjónvarpskakan sem allir báðu um

Elen­ora Rós er löngu orðin einn þekkt­asti bak­ari lands­ins. Hún var aðeins 19 ára þegar hún gaf út sína fyrstu bók, Bakað, sem naut gríðarlegra vin­sælda. 

Í ár kom út ný bók eft­ir Elen­oru Rós, Bakað meira, þar sem finna má fjöl­breytt­ar upp­skrift­ir í sex köfl­um; sunnu­dagskaffi, form­kök­ur, brauðtert­ur, smá­tert­ur, veisl­ur og eft­ir­rétt­ir. 

Í öðrum þætti af Bakað sýnir Elenora Rós Karítas hvernig baka má hina sígildu og ljúffengu sjóvarpsköku. Ekki nóg með að Karítas óskaði sérstaklega eftir kennslu á sjóvarpskökubakstri, heldu var kana einnig vinsælust í skoðanakönnun á meðal fylgjenda Elenoru. 

Ljóst er að margir eru til í að mastera hina fullkomnu sjóvarpsköku, enda frábær kaka til að bjóða upp á í kaffiboðinu.

mbl.is/Kristófer Liljar

Uppskrift

Þessi er heldur betur klassísk og hlýjar manni um hjartarætur. Hún er alltaf jafn góð og jafn vinsæl. Létt í sér, dúnmjúk og fullkomlega bragðmikil með kókstoppnum sem fer ofan á. Hún er best með ískaldri mjólk og eins einföld og þær gerast. 

Kaka

  • 4 egg
  • 300 g sykur
  • 10 g vanilludropa
  • 250 g hveiti
  • 15 g lyftiduft
  • 50 g smjör
  • 200 ml mjólk 

Kókostoppur

  • 100 g smjör
  • 200 g púðursykur
  • 70 ml mjólk 
  • 150 g kókosmjólk

Aðferð

  • Byrjið á að hita ofninn í 170 °C. 
  • Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós. 
  • Bætið síðan vanilludropum saman við. 
  • Sigtið saman hveiti og lyftiduft og bætið saman við eggja- og sykurblönduna í nokkrum skömmtum og blandið vel á milli. 
  • Bræðið smjörið við meðalhita. Bætið mjólkinni saman við og hellið blöndunni varlega út í deigið hrærið þar til allt er komið vel saman. 
  • Hellið deiginu ú skúffukökuform sem er klætt með smjörpappír og spreyjað með matarolíuspreyi. 
  • Bakið í 30-35 mínútur, eða þar til kakan er orðin gullinbrún. 
  • Búið til kókostoppinn á meðan kakan bakast. 
  • Bræðið saman smjör, púðursykur og mjólk í potti við meðalhita. Bætið kókosmjölinu saman við þegar allt er bráðið og blandið kókosmjölinu vel saman við. 
  • Þegar kakan er tilbúin hellið þið blöndunni jafn yfir kökuna og dreifið úr með spaða. 
  • Bakið áfram í um 10 mínútur, eða þar til kókostoppurinn fer að gyllast . 
  • Leyfið kökunni að kólna vel áður en þið lyftið henni úr forminu. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert