Krakkar Kim Kardashian fengu öll sitt hús

Kim Kardashian skreytti piparkökuhús með krökkunum sínum og húsin eru …
Kim Kardashian skreytti piparkökuhús með krökkunum sínum og húsin eru glæsileg. mbl.is/Araya Doheny/Getty, Kim Kardashian Instagram

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian á fjögur börn og fengu þau öll að skreyta sitt eigið hús nú á dögunum. 

Kim deildi myndböndum á Instagram þar sem hún sýndi frá piparkökuhúsum fjölskyldunnar sem voru fimm talsins en fjögur af þeim voru sérsniðin fyrir börnin hennar fjögur - North (9), Saint (7), Chicago (4) og Psalm (3). Húsin komu frá The Solvang Bakery í Kaliforníu og voru mismunandi í stærð og stíl, en í samræmi við persónulegan smekk hvers barns, að sögn Kim Kardashian. Kim er komin í sannkallað hátíðarskap, því hún sýndi einnig nýverið frá baðherberginu sínu sem veggur er fagurlega skreyttur tugi grenitrjáa með hvítum jólaljósum. 

mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is