Jólaráð Nigellu setur bresku þjóðina á hliðina

Nigella Lawson.
Nigella Lawson.

Það er alveg sama hvað eldhúsgyðjan Nigella Lawson segir - alltaf er það jafn áhugavert og nú hefur hún formlega sett Breta á hliðina eftir að hún ljóstraði því upp að hún sæi engan tilgang með því að bjóða upp á forrétt á jóladag!

Þar í landi er borðuð stór jólamáltíð á hádegi á jóladag en Lawson segir að hún sleppi alltaf forréttinum þar sem það auki umtalsvert líkurnar á ofáti og vanlíðan í kjölfarið.

Við erum ekki frá því að hún hafi nokkuð til síns máls (eins og hún gerir venjulega) því margur er óvanur því að borða þríréttað í hádeginu. Því er þetta hreint ekki svo galið...

mbl.is