Þetta gæti orsakað lyktina í uppþvottavélinni

Hvað er langt síðan þú þreifst uppþvottavélina síðast?
Hvað er langt síðan þú þreifst uppþvottavélina síðast? mbl.is/Getty

Ef uppþvottavélin lyktar illa, en engar matarleifar eru sjáanlegar, gæti þetta verið ástæðan.

Það er ekki alltaf sem nægir að leggja töflur, ilmefni og annars konar hreinsisápur í vélina til að gera hana hreina  því við þurfum að þrífa filterinn líka, sem og gúmmílistana. Já, það eru gúmmílistarnir og kantarnir á hurðinni sem safna í sig óhreinindum og bakteríum sem þarf að hreinsa. Hér er gott að notast við uppþvottalög og vatn en ef um mikil óhreinindi er að ræða skaltu nota brúnsápu. Hellið því næst sítrónusýru í sápuskúffuna og látið vélina ganga á 60 gráðum til að ná öllu á bak og burt.

Við minnum einnig á leynitrixið til að þurrka leirtauið á augabragði! Þegar vélin hefur lokið sér af og opnað sig  leggið þá viskastykki hálft yfir hurðina og lokið vélinni aftur. Þannig dregur viskastykkið rakann í sig og leirtauið þornar á núll-einni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert