Bestu hátíðar húsráðin frá TikTok ömmunni

Svo virðist sem allir og amma þeirra (bókstaflega) séu á TikTok þessi dægrin. Ein af okkar uppáhalds er hún Barbara eða Babs sem bókstaflega eys úr viskubrunni sínum í skemmtilegum myndböndum.

Hér kennir hún okkur nokkur gagnleg trix þegar undirbúa á stóra hátíðarmáltíð.

Hér eru nokkur af hennar bestu ráðum:

  • Ekki láta ykkur detta í hug að handþvo allar kartöflurnar ef þið eruð að elda stóra máltíð. Setjið þær heldur í uppþvottavélina og skolið þær þannig - án sápu.
  • Undirbúið sósuna með góðum fyrirvara en í stað þess að láta hana standa í pottinum á lágum hita þá er miklu snjallara að setja hana í hitabrúsa.
  • Til að búa til pláss skulið þið fjarlægja allt úr kæliskápnum sem þið þurfið ekki og setja í kælibox. Þannig hafið þið nóg pláss í kælinum.
  • Til að halda matnum heitum er snjallt að búa til hitakassa. Þá takið þið kælibox, hellið sjóðandi vatni í það og látið standa í fimm mínútur. Tæmið svo boxið og setjið matinn sem er tilbúinn í. Hafið álpappír yfir.

Þetta eru nokkur af þeim snilldarráðum sem Babs deilir en til gamans látum við myndibandið fylgja með.

@brunchwithbabs 🦃 The key to a stress-free Thanksgiving is PREP PREP PREP! 🦃 #thanksgiving #thanksgivingdinner ♬ original sound - everyone’s grandmother
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert