Krónhjartarlund með villisveppasósu

Kristinn Magnússon

Hér er á ferðinni krónhjörtur sem er einstaklega skemmtilegt og bragðgott kjöt. Mælum 100% með því og það bragðaðist hreint dásamlega. Hér eru með tvær sósur; annars vegar gráðaostasósa sem er köld og svo villisveppasósa sem engan svíkur.

Krónhjartarlund með villisveppasósu

  • Krónhjörtur
  • timian
  • smjör
  • hvítlaukur

Aðferð:

  1. Kjötið er tekið út úr kæli um 3-4 tímum fyrir eldun svo það sé ekki kalt þegar það fer á pönnuna.
  2. Kryddað með salti og pipar.
  3. Þá er það sett á mjög heita pönnu og steikt þar til góð húð myndast á kjötinu.
  4. Þá er því snúið við og smjöri bætt á pönnuna ásamt timíangreinum og hvítlauk.
  5. Sett í eldfast mót og inn í ofn á 180°C í 5 mínútur.
  6. Þá er kjötið tekið út úr ofninum í 5 mínútur og síðan sett aftur inn í ofn í 5 mínútur.
  7. Að lokum er kjötið látið hvíla í að minnsta kosti 5 mínútur áður en það er skorið.

Gráðaostasósa

  • 150 g sýrður rjómi
  • 150 g majones
  • 100 g gráðaostur
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 1 tsk. hunang
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Allt nema salt og pipar sett saman í matvinnsluvél og unnið þar til sósan er kekkjalaus. Smakkað til með salti og pipar.

Villisveppaostasósa

  • 1 stk. villisveppaostur
  • ½ stk. piparostur
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 1 tsk. villikraftur vatn

Aðferð:

  1. Rjóminn hitaður í potti. Á meðan eru ostarnir rifnir niður á grófu rifjárni og bætt út í heitan rjómann.
  2. Hrært þar til ostarnir eru alveg bráðnaðir og smakkað til með villikrafti. Ef sósan er of þykk má þynna hana með vatni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert