Hreindýralundir með bestu sósunni

Kristinn Magnússon

Hér erum við með dýrindis hreindýralundir sem smökkuðust eins og hrein fullkomnun. Einföld en magnþrungin kryddblandan dregur fram það besta í kjötinu og útkoman er upp á tíu!

Hreindýralundir

  • olía
  • smjör
  • salt
  • pipar
  • hvítlaukur
  • timian

Aðferð:

  1. Lundirnar eru látnar þiðna, þær sinahreinsaðar og síðan þerraðar vel.
  2. Kryddaðar með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu.
  3. Eftir um það bil 1 mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timian bætt út á pönnuna, steikt í 1 mínútu í viðbót.
  4. Allt sett í eldfast mót með smjörinu og kryddjurtunum og lundirnar kláraðar í ofni á 180°C í um það bil 5 mínútur.
  5. Lundirnar eru síðan látnar hvíla í 5 mínútur áður en þær eru skornar.

Rjómasveppa(gráðaosta)sósa

  • 100 g sveppir
  • 200 g portobello-sveppir
  • 1 hvítlauksgeiri
  • ½ l vatn
  • ½ l rjómi
  • 1 msk. villikraftur
  • 1 tsk. sveppakraftur
  • gráðaostur (má sleppa)
  • olía
  • salt

Aðferð:

  1. Sveppirnir skornir í sneiðar og steiktir á háum hita í olíu.
  2. Hvítlaukurinn skorinn smátt niður og bætt út í sveppina þegar þeir eru farnir að brúnast örlítið og þá steikt aðeins lengur.
  3. Vatninu er bætt út á pönnuna og látið sjóða niður um rúmlega helming.
  4. Þá er rjómanum bætt saman við, sveppa- og villikraftinum og gráða- ostinum ef hann er notaður. Sósan er þá aftur soðin niður við lágan hita þar til hún fer að þykkna.
  5. Að lokum er hún smökkuð til með salti.
  6. Þessi sósa krefst svolítillar þolinmæði, en er algjörlega þess virði.
Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert