Áramótapartýbakki sem engan svíkur

Ljósmynd/Linda Ben

„Ef þú ert að leita þér að einhverju sem þú getur smellt saman fyrir gamlárskvöld með lítilli fyrirhöfn en mun heilla alla gestina upp úr skónum þá er svona partýbakki ótrúlega sniðugur,“ segir Linda Ben um þennan partýbakka sem hún bjó til og við tökum heilshugar undir.

„Á partýbakka er mikilvægt að hafa fjölbreytt kjötálegg, mismunandi gerðir af ostum, ber og sultur. Mér finnst alltaf fallegast þegar svona bakkar eru svolítið frjálslegir, berjunum raðað beint á bakkann og þeim leyft að umlykja annað á bakkanum.“

Ljósmynd/Linda Ben

Áramótapartýbakkinn

 • Ítalskt salami frá SS
 • Roast beef frá SS
 • Rauðvínssalami
 • Hamborgarahryggur (álegg) frá SS
 • Tindfalla hangikjet tvíreykt hanggikjöt frá SS
 • Kokteilpylsur frá SS
 • Gráðostur
 • Camembert stór
 • Brie
 • Primadonna
 • Castello osta ananashringur
 • Jarðaber
 • Brómber
 • Bláber
 • Vínber
 • Finn Crisp snakk
 • Ferkst rósmarín (sem skraut)
 • Sulta

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið kokteilpylsunum á plötununa, bakið í 10-15 mín.
 3. Raðið kjötálegginu fyrst á bakkann, notið stóran bakka, minn er héðan. Skerið Rauðvínssalami í sneiðar. Það er fallegt að brjóta annað kjötálegg saman til að gera smá áferð. Ég braut hvert álegg saman fjórum sinnum (svona eins og servíettur eru brotnar saman) og raðaði saman í þyrpingu. Tvíreykta hangikjötinu raðaði ég saman eins og blómi en það er gert með því að taka freyðivínsglas og raða álegginu á brúnir glassins, ofan á hvort annað, hvolfa svo glasinu á bakkann og þá er komin rós.
 4. Því næst raðiði ostunum á bakkann, berjunum, snakkinu, sultunni og skreytið svo með fersku rósmarín.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is