Galdurinn við að þeyta fullkomnar eggjahvítur

mbl.is/moyerschicks.com

Vissuð þið að það er vita vonlaust að reyna að þeyta eggjahvítur ef það leynist smá eggjarauða í þeim? Þetta er ein af þessum staðreyndum lífsins sem fæstir vita en eru alheilagar og ófrávíkjanlegar.

Og hver er ástæðan? Eggjahvítur eru nánast eingöngu gerðar úr próteini og þegar þær eru þeyttar þá breytist samsetning þeirra svo að eggjahvítan verður nánast að stífri froðu.

Ef eggjarauða eða fita blandast saman við brotnar þessi fullkomna samsetning niður - nánast eins og ef einum múrsteinsvegg í húsi væri skipt út fyrir hlaupvegg. Húsið hrynur og það sama má segja um stífþeyttu eggjahvítuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert