Spennandi tækifæri í veitingabransanum

Ljósmynd/Aðsend

Vegna breytinga í VERU mathöll sem er að finna í Vatnsmýrinni er að losna pláss fyrir metnaðarfullt veitingafólk sem hefur áhuga á vera með skemmtilegan rekstur í spennandi umhverfi. 

VERA mathöll opnaði í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri í ágúst síðastliðnum en hún hefur notið vinsælda enda staðsett í hjarta Vatnsmýrarinnar, innan um iðandi atvinnulíf og steinsnar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Í húsinu Grósku starfar fjöldi spennandi fyrirtækja og þar rekur líkamsræktarstöðin World Class eina af sínum mest sóttu stöðvum.

Í VERU eru átta veitingastaðir auk 200 manna viðburðasalar sem verið er að taka í notkun. Í viðburðasalnum eru fyrirhugaðir ýmsir viðburðir á borð við tónleika og uppistand, auk þess sem fólk getur leigt hann undir einkasamkvæmi.

Áhugasamt veitingafólk getur haft samband við Sigrúnu Ebbu Urbancic, framkvæmdastjóra VERU, á netfangið sigrun@veragroska.is.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is