Vinsælasta uppskriftin í fyrra kemur á óvart

mbl.is/Colourbox

Eins og lesendur Matarvefsins þekkja hefur Eva Laufey áttu vinsælustu uppskrift vefsins mörg ár í röð en kjúklingasúpan sívinsæla hefur verið í uppáhaldi hjá þjóðinni í fjöldamörg ár.

Í fyrra bárust svo þær fregnir að Berglind Guðmundsdóttir á GRGS hefði velt henni úr sessi með kjötbolluuppskrift.

Þessar uppskriftir voru áfram gríðarlega vinsælar hjá þjóðinni og verma fjórða og fimmta sætið.

Vinsælasta uppskriftin í fyrra var hins vegar vöffluuppskrift og ljóst að þjóðin leitar í ræturnar þar sem fast á hæla hennar er lambalæri á beini og kjötsúpa í því þriðja.

mbl.is